Orkuveitan verður ekki seld 21. júní 2006 15:45 MYND/Róbert Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Stjórnarskipti urðu á fundinum í dag í samræmi við úrslit borgarstjórnarkosninganna og tekur Guðlaugur Þór Þórðarsson við formennsku í stjórninni af Alfreð Þorsteinssyni. Á aðalfundinum var farið yfir ársskýrslu fyrirtækisins en hún leiðir meðal annars í ljós að hagnaður fyrirtækisins var rúmir 4,3 milljarðar króna á síðasta ári sem er tæplega 700 milljónum króna meira en árið á undan. Þá nema eignir Orkuveitunnar nú rúmum 88 milljörðum króna. Meðal gesta á fundinum var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir að Orkuveitan hafi safnað skuldum að undanförnu, bæði vegna virkjanaframkvæmda og verkefna sem sjálfstæðismenn hafi verið mótfallnir. Sú andstaða sé enn til staðar. Hann hafi enn fremur sagt það á fundinum að meirihlutinn myndi ekki selja Orkuveituna. Alfreð Þorseinsson lætur nú af embætti sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann hefur stýrt veitufyrirtækjum Reykjavíkur síðastliðin tólf ár en á árunum 1999 og 2000 sameinuðust þau og síðan þá hefur veltan ríflega tvöfaldast. Hann telur sig skila góðu búi. Alfreð bendir á að Orkuveitan sé orðið það sterkt fyrirtæki að engin þörf sé fyrir Reykjavíkurborg að eiga í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Nú geti borgin, stærsti eigandinn að Orkuveitiunni, með góðri samvisku selt hlut sinn í Landsvirkjun. Fyrir þann hlut fái borgin væntanlega um 30 milljarða króna sem sé afskaplega mikill búhnykur fyrir hvaða sveitarfélag sem er. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri ítrekaði það á aðalfundi Orkuveitu Reykjavíkur í dag að fyrirtækið yrði ekki selt. Alfreð Þorsteinsson, sem lét af störfum sem stjórnarformaður Orkuveitunnar eftir 12 ára starf, segir hins vegar að góð staða fyrirtækisins gefi borginni færi á að selja hlut sinn í Landsvirkjun. Stjórnarskipti urðu á fundinum í dag í samræmi við úrslit borgarstjórnarkosninganna og tekur Guðlaugur Þór Þórðarsson við formennsku í stjórninni af Alfreð Þorsteinssyni. Á aðalfundinum var farið yfir ársskýrslu fyrirtækisins en hún leiðir meðal annars í ljós að hagnaður fyrirtækisins var rúmir 4,3 milljarðar króna á síðasta ári sem er tæplega 700 milljónum króna meira en árið á undan. Þá nema eignir Orkuveitunnar nú rúmum 88 milljörðum króna. Meðal gesta á fundinum var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hann segir að Orkuveitan hafi safnað skuldum að undanförnu, bæði vegna virkjanaframkvæmda og verkefna sem sjálfstæðismenn hafi verið mótfallnir. Sú andstaða sé enn til staðar. Hann hafi enn fremur sagt það á fundinum að meirihlutinn myndi ekki selja Orkuveituna. Alfreð Þorseinsson lætur nú af embætti sem stjórnarformaður Orkuveitunnar. Hann hefur stýrt veitufyrirtækjum Reykjavíkur síðastliðin tólf ár en á árunum 1999 og 2000 sameinuðust þau og síðan þá hefur veltan ríflega tvöfaldast. Hann telur sig skila góðu búi. Alfreð bendir á að Orkuveitan sé orðið það sterkt fyrirtæki að engin þörf sé fyrir Reykjavíkurborg að eiga í tveimur stórum orkufyrirtækjum. Nú geti borgin, stærsti eigandinn að Orkuveitiunni, með góðri samvisku selt hlut sinn í Landsvirkjun. Fyrir þann hlut fái borgin væntanlega um 30 milljarða króna sem sé afskaplega mikill búhnykur fyrir hvaða sveitarfélag sem er.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira