Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur staðfest að úrvalsdeildarfélagið muni fá bætur frá enska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla framherjans Michael Owen í gær. Owen getur ekki spilað knattspyrnu næstu mánuði vegna þessa, en Newcastle mun vera tryggt fyrir svona uppákomum og þarf því væntanlega að greiða lítið sem ekkert af launum hans á meðan hann jafnar sig.
