Gott skipulag er gulli betra 1. júlí 2006 10:00 Mynd/hh Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Sjá meira
Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda
Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fleiri fréttir Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Sjá meira