Framherjinn Mido hjá Roma, sem lék með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham á síðustu leiktíð, neitaði að ganga til liðs við Blackburn í dag ef marka má fregnir í ítölskum fjölmiðlum í dag. Roma samþykkti 3 milljón punda tilboð enska félagsins í framherjann í gær, en Mido á að hafa neitað að fara til Blackburn og segist staðráðinn í að vinna sér sæti í liði Roma í vetur.

