
Sport
Hasselbaink kominn til Charlton

Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton hefur gengið frá samningi við hollenska framherjann Jimmy Floyd Hasselbaink frá Middlesbrough, en hann var með lausa samninga. Hasselbaink er 34 ára gamall og er sjöundi markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvaldseildarinnar með 125 mörk í 263 leikjum hjá Leeds, Chelsea og Middlesbrough.