Middlesbrough hætt við að kaupa Robert Huth

Enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough tilkynnti í dag að það væri hætt við að kaupa þýska landsliðsmiðvörðinn Robert Huth frá Chelsea. Búið var að samþykkja félagaskipti hans fyrir fimm milljónir punda, en talið er víst að Boro hafi hætt við að kaupa hann eftir að ökklameiðsli hans urðu þess valdandi að hann stóðst ekki læknisskoðun.