Innlent

Frummatsskýrsla á breytingum Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla á fyrirhugaðri stækkun og breytingum á móttöku-, flokkunar- og urðunarsvæði í landi Strandar í Rangárþingi. Um er að ræða 17,6 hektara svæði þar sem tekið yrði á móti og meðhöndluð allt að 5.200 tonn af úrgangi árlega.

Í matssýrlunni kemur fram að framkvæmdin muni hafa í heild óveruleg áhrif á vatnafar og lífríki en nokkuð jákvæð á gróðurfar til lengri tíma litið. Einnig kemur fram að framkvæmdin mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið en óveruleg á landnotkun sem og hljóðvist og jarðmyndanir.

Niðurstaða matsins á umhverfisáhrifum stækkunar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. að Strönd er að heildarumhverfisáhrif framkvæmdarinnar verða ekki umtalsverð með hliðsjón af lögum um mat á umhverfisáhrifum með síðari breytingum og eru ásættanlega í umhverfislegu tilliti.

Sorpstöð Rangárvallarsýslu er byggðasamlag með starfssvæði yfir Rangárvallasýslu að Eyjafjöllum undanskildum og standa þrjú sveitarfélög að sorpstöðinni með um 3.000 íbúa. Sorpstöðin sér um alla meðhöndlun og förgun úrgangs á starfssvæðinu og söfnun hvers kyns úr úrgangs s.s spilliefna, eiturefna, rúlluplasts, hjólbarða og byggingaúrgangs. Einnig annast sorpstöðin móttöku og urðun slátur og kjötvinnsluúrgangs frá ýmis konar starfsemi á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×