Innlent

F-listinn krefst leiðréttingar frá borgarstjóra

F-listinni segir upplýsingar borgarstjóra um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar rangar og krefst þess að þær verði leiðréttar þar sem þær gefi skakka mynd af skipan þessara mála hjá F-listanum.

F-listinn hefur lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra þar sem óskað er eftir að gerð sé grein fyrir niðurstöðum um kynjahlutföll hjá stjórnmálaflokkunum. Niðurstöðurnar, um hlutfall karla og kvenna í nefndum ráðum og stjórnum í Reykjavík eftir stjórnmálaflokkum, voru birtar af Landssamband sjálfstæðiskvenna, en byggðar á upplýsingum sem borgarstjóri tók saman. Þar kemur fram að 2 sæti af 2 eða 100% sætanna hjá Frjálslyndum sé skipað körlum, sem F-listinn telur gefa ranga mynd af flokknum þar sem konur skipa hlutfallslega veglegan sess í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar hjá F-listanum. Jafnframt er óskað eftir því að gerð sé grein fyrir hlutfalli karla og kvenna meðal áheyrnarfulltrúa F-listans og varamanna þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×