Innlent

Eign lífeyrissjóðanna lækkar

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris nam 1.333 milljörðum króna í lok maí en lækkaða um rúma 11 milljarða milli mánaða samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn í rúmt ár sem lækkun eigna á sér stað í sjóðunum. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að ástæðuna megi rekja til 6,4% lækkunnar á eign sjóðanna í erlendum hlutabréfasjóðum og 7,6% lækkunnar í erlendum hlutabréfum. Eignir lífeyrissjóðanna hafa vaxið um 10,4% frá upphafi árs.



Morgunkorn Glitnis greinir einnig frá að mikil áhersla hafi verið á fjárfestingu í erlendum verðbréfum en dregið hafi þó úr þeim með lækkandi gengi krónunnar. Sjóðirnir hafa einnig fjárfest í skuldabréfum fyrirtækja en framboð á þeim hefur verið mun meira á árinu en venjulega og eign sjóðanna í skuldabréfum fyrirtækja vaxið um 16%. Glitnismenn spá því að búast megi við að sjóðirnir haldi áfram að bæta við eign sín í erlendum verðbréfum þrátt fyrir að dregið hafi tímabundið úr þeim fjárfestingum. Er það þá helst byggt á því að mikið svigrúm er fyrir sjóðina til að fjárfesta í hlutabréfum og erlendum verðbréfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×