Innlent

Matvælanefnd klofin í afstöðunni um lækkun matvælaverðs

Mynd/ÞÖK
Matvælanefnd forsætisráðuneytisins er klofin í afstöðunni til leiða til að lækka matvælaverð hér á landi, en formaðurinn telur að hægt sé að lækka verðið um fjórðung. Nefndin lauk störfum í dag.

Matvælanefnd sem forsætisráðherra skipaði í ársbyrjun kemst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig lækka eigi matvælaverð. Helsta ágreiningsatriðið er lækkun eða afnám tollverndar búvöru.

Meðal leiða, sem bent er á í skýrslu nefndarinnar, í því skyni að lækka verð á matvöru eru fyrir utan afnám búvörutolla skattbreytingar, afnám vörugjalds, samræmingu og lækkun á virðisaukaskatti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×