Innlent

Úrskurður óbyggðanefndar um þjóðlendu við Sólheimajökul felldur úr gildi

Sólheimajökull
Sólheimajökull MYND/Oddur Sigurðsson

Eigendur Ytri-Sólheimajarða unnu mál gegn íslenska ríkinu fyrir héraðsdómi Suðurlands í gær. Felldur var niður úrskurður óbyggðanefndar frá því í desember 2004 um að landið Hvítmaga í Mýrdalshreppi teldist þjóðlenda.

Hvítmaga er svæði sem afmarkast af línu frá upptökum Fúlalækjar (Jökulsár á Sólheimasandi) við suðvestanverðan Mýrdalsjökul eftir ánni þangað sem hún rennur undir Sólheimajökul og þaðan eftir vesturjaðri Sólheimajökuls norður að Mýrdalsjökli og svo eftir jaðri Mýrdalsjökuls að upptökum að upptökum Fúlalækjar. Óbyggðanefnd komst að þeirri niðurstöðu að svæðið væri ekki eignarland samkvæmt heimildum og fordæmum heldur þjóðlenda. Eigendur Ytri-Sólheimajarða mótmæltu þessum úrskurði og vísuðu meðal annars í landnám Loðmundar gamla eins og því er líst í Landnámu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×