Innlent

Þrjú ker gangsett í skála 3

Endurgangsetning á þremur kerjum í skála 3 í Álverinu í Straumsvík í dag tókst með ágætum en engin framleiðsla hefur verið í skálanum síðan í júní. Til stendur að endurgangsetja öll kerin á næstu vikum og mánuðuðum.

Bilun í rafkerfinu þann 19. júní olli því að fjórir af sex mælispennum í skálanum sprungu en þrjá slíka mælispenna þarf til að hægt sé að framleiða jafnstraum fyrir skálann. 160 ker eru í skálanum og var sú ákvörðun tekin í kjölfar bilunarinnar að slökkva á þeim öllum til að koma í veg fyrir frekara tjón.

Skipaður var sérstakur hópur starfsmanna, stjórnenda og sérfræðinga til að endurgangsetja kerin í skálanum og gera ráðstafanir sem miða að því að bilun af þessu tagi komi ekki upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×