Stjórnir kauphallanna í Tallin í Eistlandi, Riga í Lettlandi og Vilníus í Litháen hafa samþykkt aðild MP banka að kauphöllunum. Bankinn er fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið með aðild að þessum kauphöllum og segir Styrmir Þór Bragason framkvæmdastjóri að með þessu opnist tækifæri fyrir fjárfesta og fyrirtæki , sem vilja hasla sér völl á þessu svæði. MP banki stundar ekki almenn venjuleg bankaviðskipti, en sérhæfir sig einkum í eignastýringu.

