Innlent

Kjararáð skipað

Skipaður hefur verið nýr úrskurðaraðili, kjararáð, sem ætlað er að ákveða laun og starfskjör alþingismanna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem ekki eru ráðnir til starfa með hefðbundnum hætti vegna eðli starfanna eða samningsstöðu.

Kjararáð er skipað fimm ráðsmönnum og jafnmörgum vararáðsmönnum. Alþingi kýs þrjá ráðsmenn, hæstiréttur skipar einn ráðsmann og fjármálaráðherra annan. Kjararáðsmenn eru skipaðir til fjögurra ára í senn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×