Innlent

SUS fagnar nýrri skýrslu matvælanefndar

Mynd/Hrönn Axelsdóttir
Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar nýútkominni skýrslu formanns matvælanefndar forsætisráðherra um að afnám tolla og annarra innflutningshafta sé besta leiðin til að lækka matvælaverð á Íslandi.

Fram kemur í ályktun SUS á skýrslunni að sjálfsagt sé að jafnræðis sé gætt í skattlagningu matvæla og að það sé ekki hlutverk ríkisins að ástunda neyslustýringu með slíkri skattlagningu líkt og einstakir stjórnmálamenn virðast aðhyllast.

SUS tekur undir sjónarmið þess efnis í áðurnefndri skýrslu að allar matvörur verði látnar bera sama virðisaukaskatt en stefna beri að því að sú skattheimta verði í lágmarki.

Ungir sjálfstæðismenn skora svo í ályktun sinni á ríkisstjórnina að fella niður tolla og önnur innflutningshöft sem enn hvíla á innfluttri matvöru. Eins segja þeir að samhliða þurfi að gera grundvallarbreytingar á íslensku landbúnaðarkerfi og skapa íslenskum bændum svigrúm til að keppa á frjálsum markaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×