Innlent

Met aðsókn í Háskólann í Reykjavík

Mynd/Einar Ólason

Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um skóavist til Háskólans í Reykjavík. Um 1800 manns hafa nú sótt um skólavist fyrir næsta skólaár, sem hefst 18. ágúst næstkomandi.

Karlmenn eru í meiri hluta eða 941 karlmaður en 854 konur. Konur voru í meirihluta í fyrra á landsvísu en þá voru 63% allra háskólanema í landinu konur.

Flestar umsóknirnar bárust í nám í viðskiptadeild skólans, eða alls 567. Þar af sóttu 232 um grunnnám viðskiptafræði og eru það rúmlega 40% fleiri umsóknir en í fyrra. Einnig hefur fjölgað í diploma námi viðskiptadeildarinnar, sem og í meistaranám í fjármálum fyrirtækja og fjárfestingarstjórnun. Tæplega 200 manns sóttu um grunnnám í lagadeild og tæplega 100 umsóknir bárust um meistaranám í lögfræði. Í tækni- og verkfræðideild hefur umsóknum fjölgað hlutfallslega mest í rekstrarverkfræði, hugbúnaðarverkfræði og iðnaðarverkfræði. Um 90 umsóknir bárust um nám í íþrótta- og kennslufræðum.

Gert er ráð fyrir að tæplega 1000 nemendur verði teknir inn í Háskóla Reykjavíkur í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×