Innlent

Samtök verslunar og þjónustu óska skýringa frá forsætisráðherra

Mynd/Hrönn Axelsdóttir

Samtök verslunar og þjónustu óska skýringar á orðum forsætisráðherra um tillögur matvælanefndar, þar sem hann segir að innflytjendum, heildsölum og smásölum sé ekki treystandi til að láta lækkun tolla og skatta á matvæli skila sér til neytenda í lægra verði. Samtökin benda á í yfirlýsingu, sem þau sendu frá sér í dag, að verslunum er treyst til að innheimta virðisaukaskatt fyrir ríkið og að forsætisráðherra hafi ekki efast um ágæti þessa fyrirkomulag eða gert tillögur um breytingar á því. Eins benda samtökin á að í skýrslu matvælanefndar komi fram að niðurfelling innflutningstolla á grænmeti og lækkun virðisaukaskatts á sumum matvörum úr 24,5% í 14% hafi hvort tveggja skilað sér í verðlækkunum til neytenda. Samtök verslunar og þjónustu finnst þau því knúin til að krefjast skýringa á orðum ráðherra, fyrir hönd verslunarfyrirtækja og starfsmanna þeirra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×