Verulega vonsvikinn yfir ákvörðun samgönguráðherra 19. júlí 2006 17:50 Flugumferðarstjórar að störfum MYND/ÞÖK Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist verulega vonsvikinn yfir því að samgönguráðherra skuli ekki ætla að beita sér fyrir því að nýtt vaktafyrirkomulag verði fellt úr gildi. Sáttin sem ríkt hafi milli yfirmanna og starfsmanna sé því enn í uppnámi. Flugmálastjórn Íslands tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta vaktakerfi í Flugstjórnarmiðstöð Reykjavíkur með það að markmiði að stytta vaktir og og aðlaga vinnuaflsþörf að flugumferð á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra flugumferðarstjóra var ósátt við breytinguna sem það segir að hafi verið tekin einhliða, og stefndu því ríkinu. Félagsdómur úrskurðaði svo á dögunum að Flugmálastjórn hafi verið heimilt að breyta vaktakerfinu. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segir breytingarnar felast í því að vaktir séu styttar; dagvaktir um hálfa klukkustund og næturvaktir um eina, auk þess sem bakvaktir séu felldar niður. Með þessu móti nái flugmálastjórn sér í vinnutíma til að bæta við einni vakt á hverjum tólf dögum, sem þýði 30 vinnudaga í viðbót hjá flugumferðarstjórum, sem samsvari um einum og hálfum mánuði hjá dagvinnufólki. Samgönguráðherra tilkynnti í gær að hann hygðist ekki beita sér fyrir því að vaktakerfi flugumferðarstjóra verði breytt, enda sé dómur Félagsdóms í málinu endanlegur. Loftur segist afar ósáttur við þá ákvörðun ráðherra. Hann hafi átt von á því að samgönguráðherra, sem yfirmaður flugmála á Íslandi, gripi þarna í taumana. Loftur segir að sú niðurstaða ráðherra að sættir séu besta niðurstaða allra deilna þyki líklega fáum fréttir. Óvíst er á þessari stundu hvort flugumferðarstjórar hyggist grípa til einhverra aðgerða í ljósi stöðu mála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira