Innlent

Deilir hart á fundarstjóra

Víglundur telur þetta brot á rétti hluthafa og sýna að stjórnin vilji ekki svara hluthöfum. Hann segir alveg ljóst að hluthafar megi spyrja stjórnarmenn spjörunum úr á hluthafafundum. Fundarstjórinn sagði að spurningin yrði að liggja fyrir skriflega með viku fyrirvara en það segir Víglundur fyrirslátt, einungis þurfi að skila erindi inn skriflega ef verið sé að taka upp mál, ekki ef spyrja á spurninga.

Víglundur ætlar að halda málinu áfram, fyrst um sinn með því að skrifa stjórninni bréf og spyrjast fyrir um málið. Framhaldið ræðst svo af því hver viðbrögð stjórnarinnar verða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×