Innlent

Rannsóknarskipið Gæfa komin heim úr leiðangri

Tveggja vikna rannsóknarleiðangri Gæfu VE 11 lauk fyrir skömmu, þar sem útbreiðsla og ástand sandsílastofna var kannað , en síli eru mikilvæg fæða nytjafiska, hvala og sjófugla.

Farið var yfir fjögur svæði, Breiðafjörð, Faxaflóa, Vestmannaeyjar-Vík og Ingólfshöfða. Fram kemur á vef Hafrannsóknarstofnunar að fyrstu niðurstöður sýni að talsvert er um síli á öllum svæðum nema við Vestmannaeyjar-Vík.

Leiðangursstjóri var Valur Bogason og skipstjóri var Ólafur Guðjónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×