Eimskip hafa eignast ráðandi hlut í skipafélaginu Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltsríkjunum í einkaeigu með kaupum á 20% hlut í félaginu. Þessi hluti kemur til viðbótar 50% hlut sem Eimskip eignaðist fyrr á árinu.
Í tilkynningu frá Eimskipum segir að heildarkaupverð 70% hluts Eimskips í Kursiu Linija nemur 5 milljónum evra, eða rúmar 460 milljónir króna. Eimskip fjármagnar kaupin með eigin fé. Félagið á einnig kauprétt á 30% hlut eftir fjögur ár og yrði þá Kursiu Linija alfarið í eigu Eimskips. Þar sem Eimskip á nú 70% hlutafjár er Kursiu Linija tekið inn í efnahag og rekstur Eimskips frá og með 1. ágúst næstkomandi.