Von er á ríflega tvö þúsund ferðamönnum til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum í vikunni og tæplega þrjú þúsund í vikunni þar á eftir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að komur skemmtiferðaskipa standa nú sem hæst en von er á fjórum skipum til Ísafjarðar í vikunni. Skemmtiferðaskip hafa stóraukið komur sínar til Ísafjarðar undanfarin ár og er von á um fjórtán þúsund farþegum í sumar með tuttugu og einu skipi. Ef fer fram sem horfir gætu tekjur Ísafjarðarhafnar af komum skemmtiferðaskipa í sumar numið tæpum ellefu milljónum króna.
Von er á 21 skemmtiferðaskipi til Ísafjarðar í sumar
