Innlent

Flugumferðarstjórar deila við ríkið um vaktafyrirkomulag

Mynd/Heiða

Icelandair er að skoða rétt sinn til að krefja ríkið um skaðabætur vegna kostnaðar, sem félagið hefur orðið fyrir vegna mikilla veikinda flugumferðarstjóra. Talsmaður félagsins segir í viðtali við Morgunblaðið að veikindin hafi valdið töfum og þar að auki hafi vélar félagsins ekki fengið að fljúga í hagkvæmustu flughæðum. Svo dæmi sé tekið mættu aðeins sjö af þrettán flugumferðarstjórum, sem áttu að vera á vakt á sunnudag. Flugumferðarstjórar eiga í deilum við ríkið um vaktafyrirkomulag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×