Vegurinn um Ljósavatnsskarð lokaður vegna veltu flutningabíls

Bensínflutningabíll valt á veginum um Ljósavatnsskarð á milli Akureyrar og Húsavík laust fyrir klukkan níu í morgun. Ökumaður bílsins var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á akureyri en ekki er vitað með meiðsl hans að svo stöddu. Veginum hefur verið lokað en mikið bensín lekur úr tönkum flutningabílsins.