Skattgreiðendur, sem töldu fram til skatts á Netinu, geta nálgast álagningarseðla frá Ríkisskattstjóra rafrænt á þjónustu síðu ríkisskattstjóra; www.rsk.is með veflykli sínum eftir klukkan fjögur í dag. Aðrir munu fá álagningarseðla senda til sín í pósti á föstudaginn kemur og í byrjun næstu viku. Sama dag verður lögð fram skrá með álagningu opinberra gjalda árið 2006.

