Mun færri fá greiddar vaxtabætur í ár en fyrra 26. júlí 2006 18:32 Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira