Erlent

Mesta mannfall í röðum Ísraela á einum degi

Þyrla Ísraelshers lendir með særða hermenn í bænum Haifa í Ísrael í gær.
Þyrla Ísraelshers lendir með særða hermenn í bænum Haifa í Ísrael í gær. MYND/AP

Ísraelsher hefur beitt loftárásum og stórskotaliði af miklu afli í Suður-Líbanon undanfarinn sólarhring eftir að níu hermenn voru drepnir í gær. Það er mesta mannfall á einum degi í röðum Ísraela frá því átökin hófust fyrir rúmum tveimur vikum. Sex hæða bygging, sem háttsettur liðsmaður Hizbollah-samtakanna var talinn hafast við í, var meðal annars sprengd í borginni Tyre í Suður-Líbanon. Byggingin er talin hafa verið tóm en tólf manns í nágrenni hennar særðust í sprengingunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Boðað hefur verið til neyðarfundar hjá Evrópusambandinu í næstu viku vegna átakanna að beiðni Finna, en einn starfsmanna Sameinuðu þjóðanna, sem féll í átökunum í fyrrinótt, var finnskur. Yfir 430 Líbanar og 50 Ísraelar hafa fallið í átökunum undanfarnar tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×