Endurskoðun á reglum um eldsneytisflutninga í gangi 27. júlí 2006 12:30 Í Ljósavatnsskarði í fyrradag MYND/Ingólfur Sigfússon Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Umferðaröryggisdeild Umferðarstofu er nú að skoða hvort eigi að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Sú vinna er unnin að beiðni Samgönguráðuneytisins. Hvort og hvernig eldsneytisflutningar um göngin verða takmarkaðir verður ákveðið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir eldsneytisflutninga í örum vexti vegna aukinna umsvifa í samfélaginu. Þannig þurfi reglurnar að vera í sífelldri endurskoðun. Sturla gerir ráð fyrir að í framhaldi vinnu Umferðarstofu varðandi Hvalfjarðargöngin verði farið í reglur um eldsneytisflutning um þjóðvegi landsins almennt. Sérstaklega verði slysið í Ljósavatnsskarði rannsakað og reynt að læra af því. Skoða þurfi vegakerfið, reglur um ökutæki og gæðastjórnun fyrirtækja. Sturla ítrekar þó að allar breytingar á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga þurfi að gera í góðu samstarfi við flutningafyrirtæki. Komið hefur fram að ökuriti flutningabílsins sem lenti í slysinu í Ljósavatnsskarði sýndi að hann var á 90 km hraða stuttu fyrir slysið, eða tíu kílómetrum yfir hámarkshraða slíkra ökutæækja. Samkvæmt Lögreglunni á Húsavík er þó ómögulegt að segja til um hraða flutningabílsins á þeim tíma er slysið varð. Þau tæki og tól sem lögreglan hefur yfir að ráða gera það ekki kleift. Til stendur að taka skýrslu af ökumanninum en hann verður útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur falið Umferðarstofu að skoða möguleika á breytingum á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Hann gerir ráð fyrir að einnig verði farið í almenna endurskoðun á eldsneytisflutningum um þjóðvegi landsins. Umferðaröryggisdeild Umferðarstofu er nú að skoða hvort eigi að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi eldsneytisflutninga um Hvalfjarðargöng. Sú vinna er unnin að beiðni Samgönguráðuneytisins. Hvort og hvernig eldsneytisflutningar um göngin verða takmarkaðir verður ákveðið í kjölfar niðurstöðu sérfræðinganna. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir eldsneytisflutninga í örum vexti vegna aukinna umsvifa í samfélaginu. Þannig þurfi reglurnar að vera í sífelldri endurskoðun. Sturla gerir ráð fyrir að í framhaldi vinnu Umferðarstofu varðandi Hvalfjarðargöngin verði farið í reglur um eldsneytisflutning um þjóðvegi landsins almennt. Sérstaklega verði slysið í Ljósavatnsskarði rannsakað og reynt að læra af því. Skoða þurfi vegakerfið, reglur um ökutæki og gæðastjórnun fyrirtækja. Sturla ítrekar þó að allar breytingar á fyrirkomulagi eldsneytisflutninga þurfi að gera í góðu samstarfi við flutningafyrirtæki. Komið hefur fram að ökuriti flutningabílsins sem lenti í slysinu í Ljósavatnsskarði sýndi að hann var á 90 km hraða stuttu fyrir slysið, eða tíu kílómetrum yfir hámarkshraða slíkra ökutæækja. Samkvæmt Lögreglunni á Húsavík er þó ómögulegt að segja til um hraða flutningabílsins á þeim tíma er slysið varð. Þau tæki og tól sem lögreglan hefur yfir að ráða gera það ekki kleift. Til stendur að taka skýrslu af ökumanninum en hann verður útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira