Vísar á bug ummælum fyrrverandi bæjarstjóra 27. júlí 2006 16:37 Guðjón Hjörleifsson alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segist hafa farið eftir leiðbeiningum starfsmanns hjá Ríkisskattstjóra þegar hann gaf rangar upplýsingar um stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja á skjali til hlutafélagaskrár. Starfsmaðurinn hafi tjáð honum að þetta væri algengt. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast um að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að í tilefni fréttar í kvöldfréttum NFS á miðvikudag og í fréttaþættinum Ísland í dag gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um "hlutafélagaskrá hjá ríkisskattstjóra" og vísað til meintra orða "starfsmanns hjá ríkisskattstjóra". Vegna þess orðalags vekur ríkisskattstjóri athygli á að hlutafélagaskrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélagaskrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Starfræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óviðkomandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnureglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hlutafélaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynningareyðublaði um stofnun hlutafélags gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn, auk kjörinna endurskoðenda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsingar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skráningu hlutafélaga. Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum Guðjóns Hjörleifssonar, alþingismanns og fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, um að sú vinnuregla eða hefð hafi skapast um að stofnfé hlutafélaga sé ekki allt greitt við skráningu hlutafélaga. Í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra segir að í tilefni fréttar í kvöldfréttum NFS á miðvikudag og í fréttaþættinum Ísland í dag gerir ríkisskattstjóri eftirfarandi athugasemdir: Fjallað var um skráningu Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja hf. í hlutafélagaskrá á árinu 2001. Í umfjölluninni var talað um "hlutafélagaskrá hjá ríkisskattstjóra" og vísað til meintra orða "starfsmanns hjá ríkisskattstjóra". Vegna þess orðalags vekur ríkisskattstjóri athygli á að hlutafélagaskrá var á árinu 2001 starfrækt af Hagstofu Íslands. Ríkisskattstjóri tók ekki við starfrækslu hlutafélagaskrár fyrr en 1. júlí 2003 í framhaldi af breytingum á lögum nr. 2/1995, um hlutafélög, og lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög. Starfræksla hlutafélagaskrár á árinu 2001 var því ríkisskattstjóra óviðkomandi. Hjá viðmælanda fréttamanns kom m.a. fram að hann teldi það vinnureglu eða hefð að hlutafé væri ekki greitt fyrr en eftir skráningu hlutafélaga. Í tilefni þeirra orða áréttar ríkisskattstjóri að það er ófrávíkjanlegt lagaskilyrði fyrir skráningu hlutafélags í hlutafélagaskrá að hlutafé að lágmarki kr. 4.000.000 hafi þegar verið greitt við skráningu. Í samræmi við það er á tilkynningareyðublaði um stofnun hlutafélags gert ráð fyrir að allir stjórnarmenn, auk kjörinna endurskoðenda eða skoðunarmanna, staðfesti með undirritun sinni m.a. upplýsingar um greiðslu hlutafjár. Skráning í hlutafélagaskrá byggir á upplýsingum sem gefnar eru á ábyrgð stjórnarmanna í tilkynningu og stofngögnum félagsins, að virtum form- og efniskröfum laganna. Ríkisskattstjóri vísar á bug ummælum um meinta vinnureglu eða hefð um aðra framkvæmd við skráningu hlutafélaga.
Alþingi Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira