Innlent

Þráðlaus borg

Mynd/Pjegtur

Samfylkingin í Reykjavík vill að borgin beiti sér fyrir að þráðlausu netsambandi verði komið á í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson segir tillöguna í takt við tölvuvæðingu Íslendinga og vel raunhæfa.

Borgarráð samþykkti í dag að fela borgarstjóra að kanna leiðir til að koma á þráðlausu neti yfir Reykjavík. Tillagan kom frá Samfylkingunni. Næst á dagskrá er að kanna kostnað, tæknilega möguleika, öryggisatriði og samkeppnissjónarmið, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars verður leitað eftir áliti Orkuveitu Reykjavíkur og síma- og fjarskiptafyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×