Ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir á slysstað 5. ágúst 2006 18:30 Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð. Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Mildi þykir að ekki urðu alvarleg meiðsli á fólki þegar Hummer jeppi skall framan á Yaris smábíl á Suðurlandsvegi við Sandskeið um klukkan tvö í dag. Í kjölfarið mynduðust langar bílalestir og óþolinmóðir ökumenn gerðu lögreglu erfitt fyrir. Hummer jeppinn, sem ók í átt til Reykjavíkur, ók inn í vinstri hliðina á Yaris smábílnum sem kom á móti. Við áreksturinn fór vinstra framhjólið af jeppanum en hann stöðvaðist þó ekki fyrr en eftir drjúgan spöl. Smábíllinn hentist til á veginum og rakst saman við tvo fólksbíla sem óku á eftir honum. Í smábílnum voru hjón með barn og voru þau öll flutt með sjúkrabíl á slysadeild. Að sögn vakthafandi læknis eru þau þó ekki alvarlega slösuð. Sömu sögu er að segja um fullorðna konu sem ók öðrum fólksbílnum. Alls voru sjö manns í bílunum fjórum og mikil mildi má þykja að ekki fór verr. Bílarnir eru mikið skemmdir og þurfti að beita klippum til að ná fólkinu út úr Yarisnum. Loka þurfti Suðurlandsvegi í rúma klukkustund og urðu við það miklar tafir á umferð. Flestir tóku biðinni með stillingu, sumir fóru út með hundinn sinn eða lásu blaðið en nokkrir sneru einfaldlega við og héldu aftur í bæinn. Lögreglu fannst ökumenn þó ekki sýna næga biðlund og tillitsemi, en margir reyndu að taka fram úr án þess að nokkur árangur af því væri sýnilegur. Fjórir dráttarbílar voru sendir á slysstað en þeim gekk erfiðlega að komast í gegnum umferðarteppuna því ökumenn voru síður en svo greiðviknir. Því tók lengri tíma en hefði þurft að fjarlægja bílana af veginum og greiða fyrir umferð.
Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira