Innlent

Spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 50 punkta

Mynd/Heiða Helgadóttir
Sérfræðingar KB banka spá því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 50 punkta á næsta fundi sínum um vaxtaákvarðanir í næstu viku. Síðan aftur um 50 punkta fjórtánda september, þegar enn verður fjallað um vextina í Seðlabankanum. Þá verði hámarki náð og vaxtalækkunartímabil muni hefjast á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Úr því muni taka vel á annað ár að ná stýriuvöxtum niður í sjö prósent. Til samanburðar má geta þess að í síðustu niðrusveiflu tók það Seðlabankann tvö ár að lækka stýrivexti úr 11,4 prósentum niður í rúm sex prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×