Innlent

Öll stærstu olíufélögin hafa lækkað bensínverð

Mynd/Gunnar V. Andrésson
Öll stærstu olíufélögin hafa nú lækkað bensínverð í dag. Orkan tók af skarið og lækkaði í morgun bensínverð um 1,60 kr. á lítrann. Atlantsolía hefur lækkað um 2 krónur og um krónu til viðbótar fyrir lykilhafa. Stóru Olíufélögin þrjú hafa einnig lækkað bensínverð og hefur Skeljungur lækkað verð á bensíni í dag um 2,1 kr. á lítrann og díselolíu um 1,10 kr. Esso hefur lækkað eldsneytisverð um 2 krónur í bensíni og 1,10 kr. í díselolíu. Bensínverð hjá Olís er komið niður í 128,40 kr. og díselolía kostar nú þar 123,70 kr. Ástæða lækkunar á eldsneyti er lækkun á heimsmarkaðsverði síðustu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×