Alvarlegt umferðarslys varð á Kjalarnesi nú rétt eftir hádegi nærri meðferðarheimili SÁÁ í Vík. Verið er að klippa bílflök utan af hinum slösuðu. Umferð um veginn er lokuð í báðar áttir.
Vesturlandsvegur er lokaður frá Hvalfjarðargöngum Reykjavíkurmegin og að Þingvalla afleggjaranum í Mosfellsdal. Ökumönnum er bent á að keyra ekki inn á svæðið, þar sem mikil umferðateppa hefur myndast, heldur keyra um Kjósaskarð. Við flytjum nánari fréttir af slysinu og umferðarhindrunum á Vesturlandsvegi um leið og þær berast.