Innlent

Danskir dagar í Stykkishólmi

Mynd/Íris Huld Sigurbjörnsdóttir
Hinir árlega bæjarhátíð Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi dagana 18. til 20. ágúst.

Hinir árlega bæjarhátíð Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi dagana 18. til 20. ágúst. Hátíðin sem verður nú haldin í þrettánda sinn er fjölskyldu- og menningarhátíð. Í ár verður fyrirkomulag hátíðarinnar með breyttum hætti þar sem áhersla er lögð á framlag bæjarbúa og þá starfsemi sem er í bænum.

Fjölmargt verður í boði á Dönskum dögum, svo sem hverfagrill, ýmsar keppnir, götuspilarar, fjöllistamenn og dönsk-íslensk messa svo eitthvað sé nefnt. Bryggjusöngur og verðlaunaafhendingar verða svo á sunnudagskvöldið auk flugeldasýningar. Hátíðinni líkur svo með tónleikum á Den store Scene.

Útvarp Danskra daga (fm 104,7) verður starfrækt á meðan á hátíðinni stendur og þar verður dagskránni gerð skil í bland við tónlist og spjall á dönsku og íslensku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×