Innlent

Bílslys í rannsókn

Rannsóknanefnd umferðaslysa, tvö lögregluembætti og rannsóknamenn tryggingafélaga rannsaka tildrög bílslysanna tveggja , sem urðu í gær, þar sem tveir karlmenn og ein stúlka létust.

22 ára karlmaður, sem var farþegi í sendibíl sem lenti í hörðum árekstri við fólksbíl á Garðsvegi, rétt utan Sandgerðis, um sjö leitið í gærkvöldi, lést skömmu eftir að sjúkraflutningamenn komu með hann á slysadeild Landsspítalans. Ökmumaður sendibílsins, sem var 34 ára, er talinn hafa látist samstundis.

Bænastund verður í Safnaðarheimilinu í Sandgerði klukkan 18 í kvöld til að minnast fráfalls þeirra. Ökumaður fólksbílsins, 17 ára gamall, liggur þungt haldinn á Gjörgæsludeild Landsspítalans. Þar liggur líka ökumaður, sem lenti í hörðum árekstri á Kjalarnesi upp úr hádegi í gær en verður líklega útskrifaður af gjörgæslu í dag. Stúlka, sem var farþegi í bíl hans lést í slysinu.

Vegfarendur um Suðrulandsveg voru áþreifanlega minntir á tölu látinna í umferðarslysum í ár þegar talan var hækkuð úr 12 í 13 í gær og úr 13 í 15 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×