Innlent

Mótmælendur ákærðir

Mynd/Gunnar Gunnarsson

Í dag voru þingfestar í héraðsdómi Austurlands fjórar ákærur á hendur nítján manns sem mótmælt hafa virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka og byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði að undanförnu.

Alcoa hefur lagt fram skaðabótakröfu upp á rúmar 28 milljónir króna, vegna mótmælaaðgerða 14 mótmælenda í gær, en þeir klifruðu meðal annars upp í krana og trufluðu þar með vinnu við álverið á Reyðarfirði. Alcoa áskilur sér einnig rétt til að krefjast enn frekari bóta vegna annarra aðgerða mótmælenda.

Ákærurnar fjórar eru fyrir fimm aðskilin tilvik. Þrjár aðgerðir við Kárahnjúka, innrás á verkfræðistofuna Hönnun á Reyðarfirði og fyrir að fara inn á framkvæmdasvæði álversins á Reyðarfirði í gær. Fimmta tilvikið átti sér síðan stað á síðasta ári, þegar mótmælendur klifruðu einnig upp í krana.

Allir mótmælendurnir 14 sem mættu fyrir dóm í dag, hafa í flestum tilvikum lýst sig saklausa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×