Friðargæslan í uppnámi 17. ágúst 2006 18:45 Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. Líbanski herinn er kominn á áður ókunnar slóðir því Suður-Líbanon hefur síðasta aldarfjórðunginn verið á á yfirráðasvæði Hizbollah og þar áður réðu Frelsissamtök Palestínumanna þar ríkjum. Þegar hermennirnir komu í stríðshrjáð þorpin á svæðinu þusti fólk út á götur og bauð þá velkomna með því að kasta yfir þá hrísgrjónum. Vonast er til að 13.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna komi sem allra fyrst til Líbanon til að aðstoða þarlenda hermenn og það lið samtakanna sem þegar er í landinu við að gæta þess að vopnahlé Ísraela og Hizbollah haldi. Reiknað hafði verið með því að Frakkar legðu til bróðurpart liðsins en í dag greindi franska blaðið Le Monde frá því að ríkisstjórnin hygðist einungis senda fámennt lið á vettvang. Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í dag að 200 manns færu strax til Líbanon en framhaldið væri til skoðunar. Verði þetta raunin er ljóst að mjög mun hægja á brottflutningi Ísraela frá Líbanon og óttast er að við það dragi úr líkum á friði. Hvað sem þessum hræringum líður reyna Líbanar að koma þjóðlífinu í samt lag. Í morgun lenti fyrsta farþegaþotan í Beirút í rúman mánuð og markar það endalok flugbannsins sem Ísraelar höfðu sett á í upphafi átakanna. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í Líbanon hefur verið steypt í óvissu eftir að greint var frá því að Frakkar hygðust einungis senda fámennt lið til landsins en ekki þúsundir manna eins og vonast var til í fyrstu. Líbanonsher var fagnað þegar hann hélt yfir Litani-ána í morgun. Líbanski herinn er kominn á áður ókunnar slóðir því Suður-Líbanon hefur síðasta aldarfjórðunginn verið á á yfirráðasvæði Hizbollah og þar áður réðu Frelsissamtök Palestínumanna þar ríkjum. Þegar hermennirnir komu í stríðshrjáð þorpin á svæðinu þusti fólk út á götur og bauð þá velkomna með því að kasta yfir þá hrísgrjónum. Vonast er til að 13.000 manna friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna komi sem allra fyrst til Líbanon til að aðstoða þarlenda hermenn og það lið samtakanna sem þegar er í landinu við að gæta þess að vopnahlé Ísraela og Hizbollah haldi. Reiknað hafði verið með því að Frakkar legðu til bróðurpart liðsins en í dag greindi franska blaðið Le Monde frá því að ríkisstjórnin hygðist einungis senda fámennt lið á vettvang. Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í dag að 200 manns færu strax til Líbanon en framhaldið væri til skoðunar. Verði þetta raunin er ljóst að mjög mun hægja á brottflutningi Ísraela frá Líbanon og óttast er að við það dragi úr líkum á friði. Hvað sem þessum hræringum líður reyna Líbanar að koma þjóðlífinu í samt lag. Í morgun lenti fyrsta farþegaþotan í Beirút í rúman mánuð og markar það endalok flugbannsins sem Ísraelar höfðu sett á í upphafi átakanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira