Erlent

Bush hvetur Frakka til að senda aukið lið

MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann vonaðist til að Frakkar myndu senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon en fulltrúar þeirra hafa sagt að einungis tvö hundruð manna herlið verði sent. Þetta væri þvert á það sem áður var talið en yfirlýsingar Frakka bentu til að þeir yrðu hryggjarstykkið í fimmtán þúsund manna alþjóðlegu herliði í Suður-Líbanon.

Bandaríkjaforseti vildi auk þessa hvorki staðfesta eða neita fréttum í bandarískum fjölmiðlum þess efnis að Norður-Kóreumenn væru að undirbúa tilraunir á kjarnorkusprengju. Hann sagði þó allar slíkar tilraunir minna á þá ógn sem stafaði af stjórninni í Pyongyang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×