Guðni skýtur á R-listann

Frambjóðendur til varaformanns Framsóknarflokksins fóru vítt í ræðum sínum. Guðni sakaði samfylkingarmenn í R-listanum fyrir að hafa stolið heiðrinum af störfum Framsóknarmanna og skaut á Actavis í umræðu um hátt verðlag. Jónína Bjartmarz eignaði framsóknarmönnum það besta í ríkisstjórnarsamstarfinu og talaði fyrir verndun Íbúðalánasjóðs.