Innlent

Kínverjinn á batavegi

Frá Kárahnjúkasvæðinu.
Frá Kárahnjúkasvæðinu. Mynd/Vilhelm

Kínverjinn sem ráðist var á, í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka, er á batavegi og líklegt er að hann verði útskrifaður seinna í dag. Hann er nú á legudeild eftir að gert var að sárum hans á slysadeild í gær. Maðurinn er mikið skorinn á hálsi og höfði en talið er að hópur manna hafi notað verkfæri og þá helst naglbít til að lúskra á honum í fyrrinótt. Talið að ástæða árásinnar sé vangoldin spilaskuld en upplýsingafulltrúi Impregilo staðfesti í gær að mikið væri um að starfsmenn styttu sér stundir með því í frítíma sínum. Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um rannsókn málsins í morgun en samkvæmt heilmildum NFS hefur maðurinn greint frá því að grímuklæddir menn hafi ráðist á hann. Tveir samlandar mannsins eru grunaðir um árásina.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×