Innlent

Þjófnuðum hefur fækkað í Kópavogi

Mynd/Stefán Karlsson

Þjófnuðum hefur fækkað um 27% í Kópavogi og hnuplmálum einum og sér um 40% á tímabilinu 1. janúar til 30. júní samanborið við sama tíma fyrir ári.

Innbrotum í umdæminu hefur einnig fækkað um 20% á tímabilin, miðað við sama tímabil árið 2005, en í 45% tilvika var brotist inn í fyrirtæki eða stofnanir, í 30% tilvika inn í bifeiðir, í 12% tilvika var brotist inn í íbúðarhúsnæði og í 13% tilvika inn í annarskonar húsnæði.

Lögreglan segir athygli vekja að innbrotum í bifreiðar hefur hlutfallslega fækkað úr 52% í 30% á meðan innbrotum í fyrirtæki hefur hlutfallslega fjölgað úr 24% í 45% ef tekið er mið af árinu 2004.



Afskiptum lögreglu vegna fíkniefnamála hefur fjölgað um 33% á tímabilinu 1. janúar- 30. júní miðað við sama tíma fyrir ári. Hegningarlagabrotum almennt hefur fækkað um 10% og Umferðarlagabrotum hefur fjölgað um 8% á tímabilinu miðað samatímabil árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×