Hunsa boð um rússneskar þyrlur 21. ágúst 2006 19:07 Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda. Fréttir Innlent Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld geti sparað að minnsta kosti á fimmta milljarð króna, með því að kaupa rússneskar björgunarþyrlur í stað franskra eða bandarískra, hefur boð um að skoða þennan valkost verið hunsað ítrekað. Utanríkisráðuneytið fékk í apríl boð frá rússneska sendiherranum um að kynna sér þessar þyrlur en ráðuneytið virti sendiherrann ekki svars. Kristinn Hrafnsson.Þyrlurnar sem Landhelgisgisgæslan notar - TF SIF og TF LIF eru franskar - sú minni er af svokallaðri dolphin gerð en sú stærri er kölluð Super Puma. Ekki eru bornar brigður á að þetta séu hinar vönduðustu þyrlur og hentugar í björgunar og leitarstörf. Sikorsky þyrlur frá bandaríkjunum - sem mikið eru notaðar af bandarískra hernum eru nefndar sem valkostur sem hægt væri að bera þessar þyrlur saman við. En þessar þyrlur eru dýrar - hver ný Puma kostar ríflega tvo millljarð króna og sikorsky er á svipuðu verði. Til stendur að kaupa þrjár nýjar þyrlur í samræmi við tillögur frá nefnd Björns Bjarnasonar sem skilaði áliti í síðasta mánuði og kynntar voru í ríkisstjórn. Ef menn halda sig við franskar eða bandarískar þyrlur eru þetta innkaup uppá ríflega sex miljarða króna. Á meðan verið er að kanna þessi kaup verða tvær þyrlur leigðar - sömu gerðar og nú eru í rekstri hjá gæslunni og koma þær til landsins í næsta mánuði. En íslenskum stjórnvöldum stendur til boða mun ódýrari valkostur sem gæti sparað þjóðarbúinu að minsta kosti fjóra komma fimm milljarða króna. Ítrekað hefur verið reynt að vekja athygli stjórnvalda á rússneskum björgunarþyrlum af gerðinni MI 172. Þetta eru þyrlur sem hafa verið notaðar töluvert utan rússlands og þykja henta vel á norðurslóðum, enda hannaðar sérstaklega til að þola erfiðar aðstæður í fimbulkulda. Rússnesku þyrlurnar hafa verið notaðar af Kandadmönnum auk þess sem tugir þyrlna af þessu tagi eru notaðar af Sameinuðu þjóðunum. Þær voru meðal annars notaðar í fjallahérðuðum Himmalæja við bjögunarstörf í kjölfar jarðskjálftana í Pakistan á liðnu ári. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að bera saman ólíka þyrlukosti. Verðið á rússnesku þyrlunum slær þó hinum við með afgerandi hætti. MI 172 kostar ný innan við 300 milljónir króna - eða sjö sinnum minna en Puma. Þó svo að það þurfi að bæta við þá tölu vegna viðbótarbúnaðar er óumdeilt að hægt er að kaupa að minnsta kosti fjórar fullbúnar þyrlur af þessari gerð fyrir verð einnar Púmu. Þrátt fyrir þennan mun virðist áhuginn á að skoða þennan valkost hér á landi lítill. NFS hefur heimildir fyrir því að Viktor Tatarintsev, sendirherra rússa hér á landi hafi beitt sér í málinu, án árangurs. þannig hafi hann haft milligöngu um að senda utanríkisráðuneytinu erindi í apríl þar sem fulltrúum íslenskra stjórnvalda var boðið í ferð til rússlands til að skoða þessar þyrlur. Samkvæmt heimildum NFS virti utanríkisráðuneytið sendiherrann ekki svars. Þetta sama boð var nýverið kynnt Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hann staðfesti það í samtali við NFS en segist ekki telja að gæslan geti þegið slíkt boð án milligöngu dómsmálaráðuneytisins, sem gæslan heyrir undir. Hann segist þó aðspurður telja fulla ástæðu til þess að skoða þann valkost að kaupa þessar rússnesku þyrlur - svo fremi sem þær standist kröfur evrópskra flugmálayfirvalda.
Fréttir Innlent Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira