Innlent

Erindi ekki sent áfram fyrir mistök

Utanríkisráðuneytið segir að mistök hafi valdið því að erindi rússneska sendiherrans, varðandi þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, hafi ekki verið formlega afgreitt. Sendiherrann sagði, í viðtali við NFS í gær, að hann hefði skrifað bréf til ráðuneytisins í apríl, en ekki verið virtur svars. Í bréfinu benti hann á möguleikann á því að hingað yrðu keyptar rússneskar björgunarþyrlur, sem kosta um fjórðung af því sem sambærilegar franskar og bandarískar þyrlur kosta. Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir að ráðuneytið hefði átt að senda beiðnina með formlegum hætti til dómsmálaráðuneytisins, en það hefði ekki verið gert og úr því verði nú bætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×