Afhenti heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku 23. ágúst 2006 19:00 MYND/Hrönn Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og fór afhendingin fram á heimsþingi sem haldi er í Flórens á Ítalíu. Á þinginu eru um 800 fulltrúar frá 107 löndum. Til verðlaunanna var stofnað að íslensku frumkvæði og var Þorsteinn Ingi Sigfússon prófessor þar í fararbroddi en Grímur Marínó Steindórsson, fyrrum bæjarlistamaður í Kópavogi, er höfundur verðlaunagripsins. Þeir sem sitja heimsþingið eru: vísindamenn, fjárfestar, athafnamenn, sérfræðingar, fulltrúar alþjóðastofnana og áhrifafólk í stefnumótun á sviði orkumála. Athöfnin var í Palazzo Pitti höllinni í Flórens. Heimsverðlaunin fyrir endurnýjanlega orku eru veitt því landi sem á undanförnum tveimur árum hefur náð mestum árangri við að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskap sínum. Verðlaunagripurinn sem Grímur skapaði er í formi skips með þöndu segli og sól í reiða. Táknar hann í senn sólarorku, vindorku, ölduorku, vatnsorku, jarðorku og aðra endurnýjanlega orkugjafa. Ísland er með hæsta hlutfall endurnýjanlegrar orku allra landa í veröldinni og því töldu stjórnendur heimsþingsins við hæfi að Ísland hefði forystu um að skapa og veita Heimsverðlaunin. Þau verða framvegis veitt á tveggja ára fresti því landi sem mest eykur hlutfall endurnýjanlegrar orku. Þau lönd sem helst komu til greina þegar verlaunin voru veitt í fyrsta sinn voru Albanía, Brasilía, Kýpur, Kyrgistan, Panama og Paraguay. Forseti Íslands tilkynnti við lok ræðu sinnar í Flórens að ákveðið hefði verið að veita Kýpur verðlaunin því árangur þess á síðastliðnum tveimur árum hefði verið ótvíræður og hlutfallsleg aukning þar mest. Orkumálastjóri Kýpur tók við verðlaununum úr hendi forseta Íslands. Í ræðu sinni við athöfnina lagði forseti Íslands áherslu á þann árangur sem Ísland hefði náð á sviði endurnýjanlegrar orku en um 70% af heildarorkubúskap Íslendinga er af þeim toga sem og öll raforkuframleiðslan í landinu. Virkjun vatnsafls og jarðhita hefði gegnt lykilhlutverki í þessari þróun. Vetnisverkefnið sem Íslendingar ynnu nú að í samvinnu við Shell, Daimler Chrysler og Norsk Hydro miðaði að því að auka í framtíðinni hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngukerfi Íslendinga svo að heildarhlutfall endurnýjanlegrar orku yrði enn hærra en það er nú. Forsetinn benti einnig á að með því að þjóðir heims sameinuðust um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku yrði hægt að draga úr hættu á verulegum loftslagsbreytingum á komandi áratugum, en loftslagsbreytingar hefðu í för með sér gífurlegt efnahagslegt tjón fyrir allar þjóðir heims, náttúruhamfarir, mengun og tortímingu auðlinda í úthöfum og á meginlöndum og sköpuðu hættur á skelfilegum faröldrum sjúkdóma. Hin nýju Heimsverðlaun væru mikilvæg hvatning til stjórnvalda og þjóða víða um veröld að vinna hratt og vel að því að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar með því að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Á Heimsþinginu er m.a. fjallað um nýsköpun í orkumálum, rannsóknir, viðskiptatækifæri, fjármögnun og menntun auk þess sem sérstök umræða fer fram um tækninýjungar, sólarorku, vindorku, vetnisframleiðslu, breytingar í samgöngumálum og gerð mannvirkja. Þetta kemur fram í Fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Sjá meira