Talið er að verulegt tjón hafi orðið á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í gærkvöldi vegna reyks sem lagði frá lagnakjallara í skála þrjú. Reykurinn var það mikill að óskað var eftir aðstoð slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við reykræstingu. Enginn hætta var á ferð en enginn eldur kviknaði vegna þessa. Talið er að tjónið sé verulegt en tugir metrar rafmagnskapla bráðnuðu þegar álið lak á þá.
Verulegt tjón á rafmagnsköplum
