Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid ætlaði sér að slá grönnum sínum í Real Madrid ref fyrir rass í gær með því að gera kauptilboð í spænska landsliðsmanninn Jose Anthonio Reyes hjá Arsenal, en himinn og haf er á milli þeirrar upphæðar sem enska félagið vill fá fyrir hann og þess sem Atletico er tilbúið að borga fyrir hann.
Atletico bauð 8 milljónir punda í Reyes, en Arsenal neitaði því og vill fá amk 12 milljónir fyrir hann. Atletico er að reyna að losa sig við búlgarska landsliðsmanninn Martin Petrov, sem alls ekki hefur náð sér á strik með liðinu, en ólíklegt þykir að spænska liðið hafi efni á að bjóða hærra í Reyes nema það nái að selja Petrov áður.