Innlent

Neyðarfundur hjá Evrópusambandsríkjunum

Mynd/AP
Mikil pressa er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem hittast á neyðarfundi í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs sem sent verði til Líbanons. Frakkar hafa samþykkt að halda úti samtals 2000 friðargæsluliðum í Líbanon til að gæta gæta vopnahlésins milli Hisbollah og Ísraels. Þetta er aukning um 1600 manns því áður höfðu Frakkar samþykkt að senda 200 friðargæsluliða til Líbanons. Auk þess eru 200 Frakkar nú þegar í friðargæslusveitum UNIFIL sem gætt hafa landamæra Líbanons í 28 ár. Frakkar voru harðlega gagnrýndir á alþjóðavettvangi fyrir að ætla aðeins að senda 200 manns til viðbótar til að gæta friðarins á þessu fyrrum áhrifasvæði sínu, sérstaklega eftir að Ítalir buðust til að leiða liðið auk þess að leggja til þess 3.000 manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×