Erlent

Nýjar tegundir ógna dýralífi

Náttúrufræðingar á Galapagoseyjum hafa vaxandi áhyggjur af því að nýjar tegundir ógni innfæddu dýralífi á eyjunum. Meðal annars hafa fundist apar og skjaldbökur á eyjunum sem ekki hafa fundist þar áður, sem og ígúönueðlur sem fjölga sér hraðar en innfæddar frænkur þeirra og gætu ógnað lífsviðurværi þeirra. Náttúrufræðingar telja að nýju dýrategundirnar gætu verið afleiðing aukins ferðamannastraums til eyjanna sem eru 1000 kílómetra undan ströndum Ekvadors.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×