Innlent

Bandarískir fjölmiðlar sýna hrútaþukli áhuga

Árlegt meistaramót í hrútaþukli sem haldið verður á Sævangi við Steingrímsfjörð á sunnudag, hefur vakið mikla athygli hérlendis og erlendis. Á fréttavefnum Bæjarins besta.is kemur fram að fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa áhuga á að fjalla um mótið í ár og hafa reynt að setja sig í samband við aðstandendur þess. Það er Sauðfjársetrið á Ströndum sem stendur fyrir viðburðinum sem fer þannig fram að keppendur skoða nokkra hrúta og eiga að meta gæði þeirra með hendur og hyggjuvitið eitt að vopni. Keppt verður í tveimur flokkum, flokki reyndra hrútadómara og þeirra sem eru óvanir í hrútaþukli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×